BOXIÐ 2014

BOXIÐ 2014

Kaupa Í körfu

Boxið – framkvæmdakeppni framhalds­skólanna fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þar eigast við Menntaskól­inn á Akureyri, Menntaskólinn í Reykjavík, Framhalds­skól­inn í Vestmannaeyjum, Flensborgarskóli, Kvennaskólinn í Reykjavík, Verkmenntaskó­inn á Akureyri, Menntaskólinn við Sund og Fjölbrautaskóli Suðurlands. Í Boxinu fara liðin í gegnum þraut­braut og fá hálftíma til að leysa hverja þraut. Í fyrra þurftu keppendur meðal annars að búa til lítið fley sem getur flotið á vatni, leysa forritunardæmi og búa til píanó úr álpappír með aðstoð tölvuforrits. Kepp­end­ur þurfa að geta unnið hratt og vel að sam­eig­in­legu mark­miði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar