Landsbankinn kaupir enskan banka

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Landsbankinn kaupir enskan banka

Kaupa Í körfu

Landsbanki Íslands kaupir 70% hlut í enskum fjárfestingarbanka Ein stærstu hlutabréfaviðskipti íslensks fyrirtækis erlendis Landsbanki Íslands hf. hefur keypt 70% hlut í breska fjárfestingarbankanum Heritable and General. Nemur kaupverðið 2,3 milljörðum króna. Ætlunin er að fjármagna kaupin með því að auka hlutafé Landsbankans um 340 milljónir króna. LANDSBANKI Íslands hf. hefur keypt 70% hlut í breska fjárfestingarbankanum The Heritable and General Investment Bank Ltd. (HGI) í London. MYNDATEXTI: Kaup Landsbankans á meirihlutanum í fjárfestingarbankanum The Heritable and General voru kunngerð á fjölmiðlafundi í gær. F.v. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa, Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Leslie M. Contoudis, aðstoðarforstjóri eignarhaldsfélags First Union National Bank, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Martin H. Young, forstjóri The Heritable and General, og Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Landsbankans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar