Minnisvarði

Arnaldur

Minnisvarði

Kaupa Í körfu

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, afhenti á föstudag Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, minnisvarða um hinn forna Víkurkirkjugarð á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar var kirkjugarður Reykvíkinga frá upphafi kristni til ársins 1838 þegar Hólavallakirkjugarður við Suðurgötu var vígður. Minnisvarðinn er gerður úr þremur stórum steinum sem á eru höggnar lágmyndir og eiga þær að minna á sögu staðarins. Páll Guðmundsson, myndhöggvari frá Húsafelli, vann minnisvarðann en skipulagsnefnd kirkjugarða stóð að gerð hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar