Siglingakeppni

Þorkell Þorkelsson

Siglingakeppni

Kaupa Í körfu

Íslenska skútan Besta, sem tekur þátt í siglingakeppninni á milli Íslands og Frakklands, kom fyrst keppenda í mark þegar hún lagðist að bryggju í hafnarborginni Paimpol um klukkan hálfátta í gærkvöld. Að sögn Arnþórs Ragnarssonar stýrimanns var vindátt mjög hagstæð og þeytti hún skútunum á mettíma að meginlandi Evrópu og var Besta með vindinn 60 til 90 gráður á stjórnborðshlið allt frá Reykjanesi að Írlandi og náði allt að 20 sjómílna hraða, sem jafngildir um 36 kílómetra hraða á klukkustund. Myndatexti: Skútan Besta átti í gær um 100 sjómílur eftir til Paimpol í Frakklandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar