Friðrik Ólafsson

Friðrik Ólafsson

Kaupa Í körfu

Friðrik Ólafsson sá um skákskýringar í 7. umferð Reykjavíkurskákmótsins. HANNES Hlífar Stefánsson vann mjög öruggan sigur á lettneska stórmeistaranum Normunds Miezis, í sjöundu umferð MP-Reykjavíkurmótsins sem fram fór í gærkvöldi. Sokolov er nú efstur með 6 vinninga. Jafnir Hannesi í 2.-5. sæti eru úkraínska undrabarnið Illya Nyzhnik, Frakkinn Nataf og Indverjinn Gupta. Henrik Danielsen gerði jafntefli við stigahæsta skákmann mótsins, Vladmir Baklan, með svörtu. Guðmundur Kjartansson gerði jafntefli við úkraínsku goðsögnina Oleg Romanishin og Örn Leó Jóhannsson, sem er aðeins 16 ára, sigraði Jóhann H. Ragnarsson og er með 4 vinninga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar