Margrét Gunnarsdóttir í Gunnarshólma
Kaupa Í körfu
Margrét Gunnarsdóttir í Gunnarshólma. Margrét Gunnarsdóttir neitar því ekki að síð- asta haust hafi verið erfiður tími, en þá sendi hún sinn fyrsta kjúklingahóp á leið til slátrunar. „Ég hafði lengi kviðið fyrir þessum degi en fann samt huggun í því að kjúklingarnir höfðu þó alist upp við góðar aðstæður á meðan þeir voru á lífi.“ Margrét er einn eigenda Litlu gulu hænunnar, nýs fyrirtækis á kjúklingamarkaði sem ræktar kjúklinga með öðruvísi áherslum en áð- ur hefur tíðkast í kjúklingarækt á Íslandi. Ræktunin fer fram á bænum Gunnarshólma, rétt utan við bæinn þegar ekið er eftir Suðurlandsveginum. Fyrirtækið rekur Margrét í félagi við móður sína Jónu Margréti Kristinsdóttur og Elvu Björk Barkardóttur skólavinkonu. Bæði Elva og Margrét eru menntaðir lögfræðingar og Jóna sú eina sem hafði einhverja reynslu af bú- skap áður en ævintýrið hófst. Litla gula hænan var valin í topp tíu hópinn í keppninni um Gulleggið á síðasta ári. „Við köllum þetta velferðarkjúkling. Hjá okkur eru mun færri kjúklingar á hverjum fermetra en tíðkast í venjulegu kjúklingaeldi og notum við eingögu sérblandað fóður frá Líflandi sem jafnframt er byggblandað og laust við hvers kyns erfðabreytt hráefni. Hafast kjúklingarnir við í gömlum útihúsum sem við gerðum upp, og geta þeir farið út undir bert loft þegar veður leyfir,“ segir Margrét.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir