Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Kaupa Í körfu
Hestar eru ekki aðeins dráttardýr eða til útreiða heldur geta þeir verið hinir bestu leikfélagar. Það hefur Ragnheiður Þorvaldsdóttir, tamningakona og reiðkennari, sýnt með umgengni sinni við dýrin. Undanfarin ár hefur Ragnheiður haldið svokölluð sirkusnámskeið fyrir börn og fullorðna. Þátttakendur ríða ekki aðeins berbakt, án beislis, stökkva á hestunum yfir hindranir og svo framvegis heldur læra þeir einnig að kenna hestunum ýmsar kúnstir. „Þetta er mjög skemmtilegt og það er ótrúlegt hvað kenna má hestum,“ segir Ragnheiður. Leikir gegna stóru hlutverki á námskeiðunum. „Hugmyndaflugið ræður för,“ segir Ragnheiður og leggur áherslu á að mikil nánd við hestinn fyrir utan reiðtúra efli krakkana. Þeir öðlist fyrr kjark og þor fyrir utan nauðsynlegt jafnvægi og gleði. „Kjarkurinn og þorið eru nauðsynlegur grunnur fyrir allt annað í hestamennskunni,“ segir hún.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir