Haukur Valdimar Pálsson kvikmyndagerðarmaður

Haukur Valdimar Pálsson kvikmyndagerðarmaður

Kaupa Í körfu

Hrikalegir, heimildarkvikmynd í leikstjórn Hauks Valdimars Pálssonar, verður frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 21. Kvikmyndin gefur innsýn í lokaðan heim kraftakarla á rótgróinni lyftingastöð Stefáns Hallgrímssonar, Steve Gym, í Reykjavík. Þar hefur þjálfarinn Stefán, sem er betur þekktur sem Steve, þjálfað marga sterkustu menn landsins í fjóra áratugi. Margir kraftakarlanna voru, að sögn leikstjórans, óskabörn þjóðarinnar þegar þeir kepptu í heimsmeistarakeppnum í lyftingum en hafa síðan horfið úr augsýn almennings. Um er að ræða frumraun Hauks Valdimars sem leikstjóra heimildarmyndar en hann er þó ekki ókunnur kvikmyndagerð og hefur meðal annars starfað sem klippari og tökumað- ur við gerð heimildarmynda. Tökur á myndinni hófust árið 2009 og stóðu yfir í fimm ár

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar