Þór Hauksson sóknarprestur Árbæjarkirkju

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þór Hauksson sóknarprestur Árbæjarkirkju

Kaupa Í körfu

Mikill kærleikur ríkir á milli ná- grannanna við Rofabæinn en þar stendur Árbæjarkirkja við hlið Árbæjarskóla. Skólabörnin eru að sjálfsögðu ávallt velkomin í kirkjuna, að sögn séra Þórs Haukssonar, sóknarprests Árbæjarkirkju, en hann segir forvitnina fyrst leiða börnin að kirkjunni en kyrrðin og andrúmsloftið taki svo við. „Okkur þykir afskaplega vænt um það hvað börnin eru dugleg að heimsækja okkur og eru forvitin um starfið í kirkjunni. Bæði koma þau með kennurum sínum til að fræðast um starf kirkjunar en líka upp á sitt einsdæmi og þá helst þegar eitthvað er um að vera í kirkjunni. Þá spyrja þau okkur af hverju stundum er flaggað í hálfa stöng og eru forvitin um athafnir í kirkjunni, hvort sem það eru fermingar, skírnir eða brúðkaup.“ Ánægja, ekki truflun Nálægð kirkjunnar og skólans er alls engin truflun, að sögn Þórs, en ætla mætti að mikill ágangur skólabarna gæti truflað athafnir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar