Opinber heimsókn forseta Íslands í Winnipeg

Opinber heimsókn forseta Íslands í Winnipeg

Kaupa Í körfu

Hátíðarstemmning og fjölmenni var við þinghúsið í Winnipeg í Manitoba við upphaf opinberrar heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Kanada í morgun.Athöfnin hófst á því að frú Adrienne Clarkson, landstjóri Kanada, tók á móti forsetanum fyrir framan þinghúsið og að því búnu kannaði forsetinn heiðursvörð þjóðvarðliða. Þjóðsöngvar landanna voru leiknir og hleypt var af fallbyssuskotum. Þá fluttu Adrienne Clarkson og Ólafur Ragnar ávörp. Meðal þeirra sem safnast höfðu saman fyrir utan þinghúsið var fjöldi Kanadabúa af íslenskum ættum. Þá voru félagar í karlakór reykjavíkur sem eru á söngferðalagi um kanada meðal gesta en kótinn söng nokkur lög við styttu Jóns sigurðssonar í garðinum fyrir framan þinghúsið. Forseti Íslands lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Forsetinn situr nú hðadegisverð í boði Gary doer, forstætisráðherra Manitoba-fylkis. Myndatexti: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kannaði heiðarsvörð þjóðvarðliða fyrir utan þinghúsið í Winnipeg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar