Heyskapur

Rúnar Þór

Heyskapur

Kaupa Í körfu

ÞAU létu sitt ekki eftir liggja, systkinin Heiðrún og Baldur á Ytra-Gili, en þau voru að hjálpa foreldrum sínum við heyskapinn í blíðskaparveðri í gærdag. "Við reynum að hjálpa svolítið til við heyskapinn," sagði Heiðrún. "Það er ágætt þegar veðrið er gott eins og núna, en stundum er það leiðinlegt, mér finnst skemmtilegra að hjálpa til í fjósinu." Hún sagði að fjölskyldan væri nú rétt að byrja seinni sláttinn og sprettan væri ekkert sérstök enda hefði verið mjög þurrt að undanförnu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar