Hofsstaðir

Kristján Kristjánsson

Hofsstaðir

Kaupa Í körfu

Fornleifagröftur á Hofsstöðum Mývatnssveit-Sumarskóli Fornleifastofnunar Íslands er nú kominn til starfa á Hofsstöðum, þar sem á næstu vikum fer fram þjálfun og kennsla í norrænni fornleifafræði fyrir erlenda nemendur, líkt og gerst hefur á hverju sumri nú á undanförnum árum. Að þessu sinni er grafið í aðalskálatóftina stóru, einnig í fornan kirkjugarð sem þar er skammt frá. Jafnframt þessu er unnið að uppgreftri á litlum skála í Sveigakoti skammt sunnan Grænavatns. Samtals vinna að þessum rannsóknum 28 manns og er meirihluti þeirra erlendur. Hópurinn verður í sveitinni við rannsóknir fram til 20. ágúst. MYNDATEXTI: Fornleifafræðingar að störfum á Hofsstöðum Morgunblaðið/BFH

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar