Baldur

Jim Smart

Baldur

Kaupa Í körfu

Baldur eftir Jón Leifs var fluttur í tvígang í Laugardalshöll í gær við húsfylli og góðar viðtökur. "Ekki er vafi á, að þessi atburður mun umbreytast í sterka og ljóslifandi minningu um mikinn listviðburð, þar sem fengizt var við mikilvægar spurningar um baráttu hins góða og illa, sem fylgt hefur manninum frá örófi alda," segir Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, í niðurlagi umsagnar sinnar. Flytjendum Baldurs var vel fagnað. Á myndinni eru Aapo Siikala, sem dansaði Loka, Nina Hyvarinen, sem dansaði Nönnu, Leif Segerstam, hljómsveitarstjóri, Sami Saikkonen, sem dansaði Baldur, Kjartan Ragnarsson, leiklistarráðunautur og Katrín Á. Johnson og Jóhann Freyr Björgvinsson dansarar í Íslenska dansflokknum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar