Vopnafjarðarheiði óveður

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vopnafjarðarheiði óveður

Kaupa Í körfu

Vetrarhvellur fyrir norðan og austan og fjallvegir lokuðust Það var lítið vor í lofti á fjallvegum austanlands í gær. Á Vopnafjarðarheiði var glórulaus hríð og lítið skyggni, eins og sjá má á myndinni. Björgunarsveitin Vopni aðstoðaði vegfarendur og full ástæða var til að vera vel búinn í vetrarhvellinum sem gerði. Innan bæjar á Húsavík var færð farin að spillast í gærkvöldi og höfðu margir ökumenn lent í vandræðum, þeirra á meðal festu lögregla og læknir bíla sína. Tuttugu bílar sátu fastir á Fjarðarheiði eftir hádegi og loka þurfti heiðinni og veginum um Fagradal um tíma vegna ófærðar. Björgunarsveit og ruðningstæki komu ökumönnum til hjálpar en aðstoða þurfti ökumenn fólksbíla og flutningabíla sem voru á leið úr Norrænu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar