Porche

Porche

Kaupa Í körfu

Umferðarráð á 42 hestafla Porsche DAGANA 8.-11. ágúst var hópi áhugamanna um sportbíla boðið að kynna sér eiginleika, getu og öryggisbúnað Porsche-sportbíla. Sýningin, þar sem fólk fékk einnig tækifæri til að reyna bílana á lokaðri prófunarbraut, er farandsýning "Porche Road Show" sem fer um á milli landa en Porche mun vera eini bílaframleiðandinn sem gefur áhugamönnum kost á að prófa öryggisbúnað sinna bíla. Hérlendis var þessi sýning í aksturstækni á vegum Bílabúðar Benna og Umferðarráðs. MYNDATEXTI: Með sýnikennslu á borð við þessa má koma brýnum boðskap á framfæri, segir Leó M. Jónsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar