EIK fasteignafélag skráð í Kauphöllina

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

EIK fasteignafélag skráð í Kauphöllina

Kaupa Í körfu

Eik varð í gær þriðja fasteignafélagið til að hljóta skráningu á að- allista Kauphallarinnar og kemur þar á eftir félögunum Reitum og Regin. Engar breytingar höfðu orð- ið á gengi Eikar þegar markaðir lokuðu í gær. Garðar Hannes Frið- jónsson, forstjóri félagsins, hringdi kauphallarbjöllunni að viðstöddu fjölmenni á skrifstofum Nasdaq OMX á Íslandi við upphaf fyrsta við- skiptadags. Hann er fyrstur allra til að hringja bjöllunni tvívegis því áður hafði félagið skráð skuldabréf til við- skipta hjá Kauphöllinni en það var árið 2013. „Við erum hæstánægð með að vera komin á hlutabréfamarkaðinn,“ sagði hann og þakkaði um leið þær góðu viðtökur sem fé- lagið fékk þegar Arion banki bauð hlut sinn til sölu fyrr í þessum mánuði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar