Reiðnámskeið í Vík í Mýrdal

Reiðnámskeið í Vík í Mýrdal

Kaupa Í körfu

ÞEIR voru ekki allir háir í loftinu hinir ungu hestamenn framtíðarinnar sem nutu sín í góða veðrinu í Vík í Mýrdal um helgina. Krakkarnir voru á reiðnámskeiði þar sem þeir lærðu meðal annars að stjórna fákunum og sitja fallega í hnakk. Bæði ferfætlingar og fólk féllu fagurlega inn í blómahafið og Reynisdrangar risu líkt og steintröll upp úr hafinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar