Bifreiðaverkstæði Kópavogs 20 ára
Kaupa Í körfu
Auðunn Gunnarsson bifvélavirkjameistari hefur fengist við fag sitt svo lengi sem hann man eftir sér og fyrirtæki hans, Bifvélaverkstæði Kópavogs, fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli. Og það er nóg að gera hjá kappanum. Tveggja ára farinn að gera við „Ég er náttúrlega búinn að vera að gera við síðan ég var 14 ára, þegar ég byrjaði í skellinöðrunum,“ segir Auðunn þegar hann gefur sér stund frá önnum dagsins til að tylla sér með blaðamanni. Sé að gáð má reyndar rekja söguna enn lengra aftur. Eiginkona Auð- uns, Sólbjörg Linda Reynisdóttir, minnir hann á að hann hafi ekki verið nema tveggja ára þegar fyrsti vísir að framtíðarfaginu sýndi sig. „Alveg rétt,“ samsinnir Auðunn. „Þegar ég var tveggja ára fékk ég rauðan dúkkuvagn að gjöf og dundaði mér við að taka dekkin undan honum og setja á aftur. Þannig byrjaði það.“ Það er víst óhætt að segja að snemma beygist krókurinn! Auðunn lærði svo bifvélavirkjun hjá Lykli á Reyðarfirði og kláraði námið hjá Dráttarbrautinni í Neskaupstað. Hann rak fyrirtækið Réttingar og sprautun á Reyðarfirði sumarið eftir námslok, ók vörubíl um nokkurra ára skeið, stundaði sjómennsku og sitthvað fleira áður en hann stofnaði Bílaverkstæði Kópavogs árið 1995.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir