Hreiðar Már héraðsdómur vega markaðsmisnotkunarmálið

Hreiðar Már héraðsdómur vega markaðsmisnotkunarmálið

Kaupa Í körfu

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, sagðist í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær aldrei hafa gefið starfsmönnum eigin viðskipta bankans fyrirmæli um kaup á bréfum bankans sjálfs. Tekin var skýrsla af Hreiðri Má í héraðsdómi í gær en hann er ásamt átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings ákærður fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun árið áður en bankinn féll. Ákært er fyrir bæði kaup eigin viðskipta á bréfum í bankanum og svo að bankinn hafi selt sömu bréf áfram til þriðja aðila án þess að hafa nein veð nema bréfin sjálf. Hreiðar Már er ákærður bæði á kaup- og söluhlið málsins og hefur saksóknari gefið í skyn að hann hafi haft yfirsýn yfir meinta markaðsmisnotkun og að allt bendi til að hann hafi tekið stórar ákvarðanir í málinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar