Jagúar Sportbíll - B&L
Kaupa Í körfu
T il landsins kom í gærmorgun nýr Jagúar-sportbíll af svokallaðri FTYPE-gerð en hann verður eitt af aðalnúmerunum á bílasýningunni í Fífunni um næstu helgi. Um nokkurt skeið hefur BL verið í viðræðum við Land Rover um að selja Jagúarbíla á Íslandi og þetta verður fyrsti bíllinn sem hingað kemur til kynningar. „Við erum að forkynna merkið með því að fá þennan flotta sportbíl hingað til landsins og sýna á bílasýningunni í Fífunni,“ sagði Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, í samtali við Morgunblaðið. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Jagúarmenn og til stóð jafnvel að opna fyrr en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en við reiknuðum með. Við getum þó sagt að við munum opna Jagúarumboð með haustinu þar sem verða til sölu allir helstu bílarnir frá Jagúar. Það sem er best við það er þó líka að okkur sýnist við verða með bílana á mjög samkeppnishæfu verði.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir