Örn Pálsson framkvæmdastjóri

Örn Pálsson framkvæmdastjóri

Kaupa Í körfu

Landssamband Smábátaeigenda. Landssamband smábátaeigenda hefur á undanförnum vikum birt skemmtileg fræðslumyndbönd á netinu. Þar er Þorsteinn Másson, sjó- maður í Bolungarvík, í aðalhlutverki og þykir takast einkar vel til við að miðla til áhorfenda fróðleik og hagnýtum ráðum um lífið á sjó. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri landssambandsins, kveðst mjög ánægður með viðtökurnar sem myndböndin hafa fengið en markmiðið með verkefninu hafi einmitt verið að gefa almenningi innsýn í störf sjómanna. „Það getur verið töluverður munur á því hvernig almenningur upplifir störf sjómanna í gegnum fjölmiðla og svo hvernig starfið er í raun. Þegar skyggnst er um borð kemur í ljós að þar eru menn og konur að störfum sem hafa gaman af vinnunni og vilja láta gott af sér leiða fyrir sitt nærsamfélag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar