Bakki við Húsavík

Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Bakki við Húsavík

Kaupa Í körfu

Undirbúningsframkvæmdir eru hafnar við iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavík með lagningu vegar frá þjóðvegi að lóð fyrirhugaðs kísilvers PCC. Tilgangurinn er að gera fyrirtækinu kleift að hefja framkvæmdir á lóðinni um leið og ákvörðun um byggingu versins verður tekin. Búist er við að það verði í næsta mánuði. „Ég get ekki tekið alveg svo djúpt í árinni en þetta sýnir engu að síður hversu langt málið er komið,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, þegar hann er spurður að því hvort lagning vegar á iðnaðarsvæðið og aðrar framkvæmdir á kostnað þýska stórfyrirtækisins sýni að ekki verði aftur snúið með verkefnið. Lengi hefur verið unnið því að fá stórt iðnfyrirtæki á Bakka. Það myndi ryðja brautina fyrir önnur minni. Undirbúningur þýska fyrirtækisins PCC fyrir byggingu kísilvers er langt kominn en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar