Bakki við Húsavík
Kaupa Í körfu
Undirbúningsframkvæmdir eru hafnar við iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavík með lagningu vegar frá þjóðvegi að lóð fyrirhugaðs kísilvers PCC. Tilgangurinn er að gera fyrirtækinu kleift að hefja framkvæmdir á lóðinni um leið og ákvörðun um byggingu versins verður tekin. Búist er við að það verði í næsta mánuði. „Ég get ekki tekið alveg svo djúpt í árinni en þetta sýnir engu að síður hversu langt málið er komið,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, þegar hann er spurður að því hvort lagning vegar á iðnaðarsvæðið og aðrar framkvæmdir á kostnað þýska stórfyrirtækisins sýni að ekki verði aftur snúið með verkefnið. Lengi hefur verið unnið því að fá stórt iðnfyrirtæki á Bakka. Það myndi ryðja brautina fyrir önnur minni. Undirbúningur þýska fyrirtækisins PCC fyrir byggingu kísilvers er langt kominn en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir