Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar

KRISTINN INGVARSSON

Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar

Kaupa Í körfu

Guðríður Sigurðardóttir formaður menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og hönnuðir Mæðrablómsins, þær Signý Kolbeinsdóttir og María Björg Sigurðardóttir. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur selur að þessu sinni lyklakippur frá Tulipop í árlegu fjáröflunarátaki sínu. Átakið hófst í gær þegar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, keypti fyrstu lyklakippuna, en sjóðurinn sem stofnaður var árið 2012 styrkir konur á öllum aldri til náms. „Sú yngsta sem nú þiggur styrk er fædd árið 1996 en sú elsta 1961 en styrkþegar koma frá öllu landinu,“ segir Anna H. Pétursdóttir, gjaldkeri sjóðsins. Mæðrastyrksnefnd átti hugmyndina að stofnun þessa sjóðs sem gjarnan er kallaður menntunarsjóður kvenna. Anna vonast til þess að 2,5 milljónir náist með átakinu en hönnuðir Tulipop gefa hönnun sína og Blómaval mun styrkja söfnunina með hverjum seldum mæðradagsblómvendi. Ásgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir, styrkþegi, sem útskrifast nú í vor úr tómstunda- og félagsmálafræðum, segir styrkinn hafa breytt lífi sínu og eflt sjálfstraust mikið. „Þetta hefur breytt lífi mínu, að vera láglaunamanneskja með litlar tekjur og geta menntað sig á þessu sviði sem ég vildi, eiga möguleika á betri launum og bara víkka sjóndeildarhringinn. Menntun hjálpar manni,“ segir Ásgerður. „Ég var í endurhæfingu vegna áfallastreituröskunar þessi þrjú ár meðan á námi stóð og námið hjálpaði mér gríðarlega við að ná bata.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar