Fiskur og franskar - Reykjavík

Sigurður Bogi

Fiskur og franskar - Reykjavík

Kaupa Í körfu

„Við hvikum hvergi frá uppskriftum og hráefni svo þetta bragðast alveg eins og hinn sígildi breski réttur,“ segir Höskuldur Ásgeirsson. Þeir Höskuldur, Benedikt Sveinsson og Pétur Björnsson, allt menn sem starfað hafa lengi í tengslum við sjávarútveginn, eru eigendur Fish & chips-vagnsins við Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Starfsemin þar hófst formlega í gær, þegar Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi, kom við. Tilviljun réð því að heimsóknina bar upp á sama dag og þingkosningar voru í Bretlandi. Byrjað var að afgreiða í vagninum í Vesturbugt um síðastliðna helgi og hafa viðtökurnar verið góðar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar