Afturelding - Haukar - Bikar
Kaupa Í körfu
Þetta var frábær úrslitakeppni. Ég er hæstánægður að hafa unnið 3:0 gegn Aftureldingu því ég myndi ekki vilja spila meira. Ég er dauð- þreyttur! Þetta er búið og núna er bara partí!“ sagði Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar á Varmá í gærkvöld. Goggi, eins og markvörðurinn litháski er jafnan kallaður, átti nokkra stórleiki í úrslitakeppninni og var sannkallaður senuþjófur. „Mér finnst ég alltaf geta gert betur. Ég var lélegur síðustu 10 mín- úturnar í kvöld, líka í seinni hálfleik í fyrsta leiknum og svona,“ sagði Goggi, en var svo minntur á nokkra af þeim stórleikjum sem hann átti, til að mynda í einvíginu við deildarmeistara Vals: „Allt í lagi, ég var góður á móti Val. En þetta skiptir ekki máli, við unnum og það voru allir góðir!“ sagði Goggi. Hann hefur leikið með Haukum síðustu tvö ár eftir að hafa elt kærustu sínu, skyttuna Mariju Gedroit, til Íslands. Fyrsta árið á landinu spilaði hann engan handbolta en vann hjá litlu fyrirtæki í Vogum, Beiti, sem smíðar tæki í fiskvinnslu. Goggi var þá samningsbundinn félagi í Litháen en Haukar losuðu hann undan þeim samningi og sjá ekki eftir því í dag. „Ég kom ekki til að spila handbolta hérna, bara til þess að vinna. Ég æfði kannski einu sinni eða tvisvar í viku í eitt ár og fór svo á fullt með Haukum. Ég vil bara segja takk fyrir mig, Haukar! Þeir hafa gert allt fyrir mig,“ sagði Goggi. Íslandsmeistarar Haukarnir, með Matthías Árna Ingimarsson fyrirliða fremstan í flokki, fagna Íslandsmeistaratitlinum á Varmá í gærkvöld
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir