Bandaloop danshópurinn

Styrmir Kári

Bandaloop danshópurinn

Kaupa Í körfu

Listahátíð í Reykjavík hefst í dag með flutningi á nýju dansverki Bandaloop framan á gamla Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti Áhersla lögð á höfundarverk kvenna, ritskoðun og réttindabaráttu . Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag og er hún nú haldin í 29. sinn. Í ár eru 100 ár liðin frá því konur hlutu kosningarétt á Íslandi og verður þeirra tímamóta minnst á hátíðinni með áherslu á höfundarverk kvenna, ritskoðun og réttindabaráttu almennt, eins og segir í ávarpi listræns stjórnanda hátíð- arinnar, Hönnu Styrmisdóttur, í hátíðarbæklingi. Þar segir að há- tíðin sé innblásin af verkum listakvenna á öllum sviðum sem margar hverjar komi fram eða eigi verk á hátíðinni sem sé haldin undir yfirskriftinni Fyrri hluti. Áherslan kallist á við bylgjur sem séu að rísa víða um heim og hún nái til 30. hátíðarinnar sem haldin verði á næsta ári. Af listakonum sem verk eiga á hátíðinni og/eða koma fram á henni má nefna Guerilla Girls, hóp myndlistarkvenna sem afhjúpar nýtt verk í dag kl. 12 á austurhlið Tollhússins við Tryggvagötu; indverska dansarann Shantala Shivalingappa sem stíga mun klassískan, indverskan dans, Kuchipudi, við indverska tónlist í Borgarleikhúsinu 2. júní kl. 20 og myndlistarkonuna Rúrí en nýr gjörningur eftir hana, Lindur - Vocal VII, verður fluttur 16. maí kl. 18 í Norðurljósasal Hörpu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar