Prenntarar - árgangur 1965
Kaupa Í körfu
Prentarar og setjarar hittust loks aftur 50 árum eftir útskriftina Í maí 1965 útskrifuðust 19 prentarar og setjarar frá Iðnskólanum í Reykjavík. Strákarnir fóru hver í sína áttina en hittust aftur í fyrsta sinn frá útskrift um nýliðna helgi í tilefni af því að 50 ár eru frá útskriftinni. Ólafur H. Steingrímsson, sem var prentari í prentsmiðjunni Odda í 40 ár, hafði frumkvæði að því að kalla hópinn saman. Þrír eru fallnir frá og einn býr erlendis, en 13 skólabræður áttu heimangengt og áttu góða samverustund á Café Mílanó í Skeifunni. „Við erum sannfærðir um að þeir, sem voru fjarstaddir, voru með okkur í anda,“ segir Ólafur. Nemendurnir héldu ekki sérstaklega hópinn, þegar þeir voru í skólanum, að sögn Ólafs. Hann segir að eitt sinn hafi þeir verið kallaðir fram á gang og hópurinn myndaður. „Ég og Guðmundur Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri Gutenberg, höfum lengi verið í tölvusambandi og fyrir um einu og hálfu ári datt okkur í hug að reyna að ná hópnum saman. Við áttum bekkjarmyndina og ég byrjaði á því að senda öllum hana með fyrirspurn um hvort við ættum ekki að hittast á þessum tiltekna degi. Við- brögðin létu ekki á sér standa og allir, sem gátu, mættu.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir