Stjarnan - Grótta - Bikar
Kaupa Í körfu
Hin 15 ára gamla Lovísa Thompson snæddi páskaegg eftir að hafa tryggt Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn Þakkaði liðsfélögum og þjálfara traustið. „Ég var ekkert að pæla í hvað ég var að gera. Ég lét bara vaða,“ sagði hin 15 ára gamla Lovísa Thompson sem tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í gærkvöldi. Lovísa skoraði sigurmarkið, 24:23, þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í fjórða kappleiknum við Stjörnuna í TM-höllinni. „Ég ákvað bara að taka af skarið algjörlega ómeðvitað,“ sagði Lovísa glöð í bragði þar sem hún maulaði páskaegg sem vinkonur hennar færðu henni eftir að Gróttuliðið hafði tekið við gullverðlaunum. „Ég hef geymt eggið frá því um páskana en nýt þess núna,“ sagði Lovísa sem átti svo sannarlega skilið að fá sér páskaegg í leikslok í gær eftir að hafa skorað sigurmarkið með þrumuskoti efst í markhornið, vinstra megin við Florentinu Stanciu, markvörð Stjörnunnar. „Mér líður alveg hreint ótrúlega vel. Ég er hamingjusöm og þakklát fyrir að þjálfarinn og samherjar mínir skyldu sýna mér allt það traust sem ég hef fengið, ekki bara í þessum leik heldur allt keppnistímabilið, sem hefur verið eitt ævintýri út í gegn,“ sagði hin 15 ára gamla Lovísa sem enn er í 10. bekk Valhúsaskóla en hefur svo sannarlega slegið í gegn á keppnistímabilinu í Olís-deild kvenna sem lauk í gærkvöldi með sigurmarki hennar. „Ég var nú bara nýlega að átta mig á því að Grótta hefur aldrei orðið Íslandsmeistari kvenna. Það er frá- bært að eiga hlut í því,“ sagði þessi efnilega íþróttakona sem hefur æft handknattleik í sex ár og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir