Hlutverkasetrið
Kaupa Í körfu
Hlutverkasetur er tíu ára í dag Þar fær fólk aðstoð við að komast aftur á vinnumarkað Maður á mann virkar best Að missa starfið eða annað mikilvægt hlutverk í lífinu er mörgum þungbært og sumir bregðast við með því að einangra sig félagslega. Hlutverkasetur í Reykjavík styður fólk í þessum sporum og fólk með geðsjúkdóma, setrið er tíu ára í dag og á þessum áratug hafa mörg hundruð manns notið þar aðstoðar við að byggja upp líf sitt, komast aftur út á vinnumarkað eða halda sér virkum. „Stutt skilgreining á Hlutverkasetri er virkni- og endurhæfingarmiðstöð þar sem allir eru velkomnir,“ segir Helga Ólafsdóttir iðjuþjálfi í Hlutverkasetri. „Þeir sem koma eiga það sameiginlegt að vera ekki á vinnumarkaði eða í litlu starfshlutfalli og hafa einangrast heima við.“ Ástæður þess að skjólstæðingar Hlutverkaseturs eru utan vinnumarkaðar eru margar að sögn Helgu. T.d. örorka, atvinnumissir, andleg veikindi eða að við- komandi er komin/n á ellilífeyrisaldur. Fólkið er á öllum aldri, frá 25 ára og upp úr, en meðalaldurinn er í kringum fertugt. Allur gangur er á því hversu lengi fólk sækir setrið og á þriðja hundrað heimsóknir eru skráðar í hverri viku. Geðlæknar, félagsráðgjafar og aðrar fagstéttir vísa oft fólki til Hlutverkaseturs. „En það sem virkar best er maður á mann. Fólk sem hefur náð að vinna í sínum málum hér hjá okkur segir öðrum frá,“ segir Helga. Hlutverkasetur er með þjónustusamning við Vinnumálastofnun og Reyjavíkurborg og öll þjónusta setursins er án endurgjalds. Auk aðstoðar við andlega og líkamlega uppbyggingu eru þar fjölbreytt námskeið eins og t.d. listsköpun af ýmsum toga,. tungumálanám, leiklist, slökun og tölvur. Þá er boðið upp á fótbolta undir heiti Geðveiks fótbolta og FC Sækó og fékk fótboltaliðið hvatningarverðlaun Velferðarráðs Reykjavíkur í síðustu viku. Fékk aðstoð Kremena hætti að vinna um tíma eftir áfall.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir