Stjarnan - Grótta - Bikar

Stjarnan - Grótta - Bikar

Kaupa Í körfu

Fögnuður Gróttukonur réðu sér ekki fyrir kæti eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í gærkvöld. Grótta varð í gærkvöldi Íslandsmeistari kvenna í handknattleik þegar liðið lagði Stjörnuna 23:24 í fjórða leik í úrslitum. Að þessu sinni var leikið í TM-höll Garðbæinga og um miðjan síðari hálfleik benti fátt til annars en til oddaleiks myndi koma því Stjarnan var í góðum málum. Það dugði heimaliðinu þó ekki því þegar tvær sekúndur voru til leiksloka og allt virtist stefna í framlengingu skoraði hin 15 ára gamla Lovísa Thompson sigurmarkið og dyggir og skemmtilegir stuðningsmenn liðsins, sem fylgdu því í Garðabæinn, gjörsamlega slepptu sér af föguði, enda full ástæða til. Árangur Gróttu í vetur er glæsilegur. Liðið varð Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari og betra gerist það varla. Sigur liðsins á Íslandsmótinu er sanngjarn; liðið hefur leikið best allra liða í vetur, verið stöðugt og þó svo skörð hafi verið höggvin í raðir þess nú á vormánuðum sýndi liðið að breiddin er fyrir hendi, þó svo margir hafi talið annað, og ungar og efnilegar stelpur sýndu hvers þær eru megnugar þegar á reyndi. Glæsilegur árangur, Grótta, og til hamingju með veturinn. Ein þessara ungu leikmanna er Lovísa Thompson sem hefur blómstrað í vetur og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni og ef hún kýs svo ættu allir vegir að vera henni færir í handknattleiknum. Trúlega hefur hún í hyggju að fara í framhaldsskóla hér heima til að byrja með enda er stúlkan að klára grunnskóla nú í vor. Það er þó ekki að sjá á leik hennar, því hún full sjálfstrausts og leikur eins og hún hafi verið lykilmaður í deildinni í fjöldamörg ár. Gríðarlega skemmtilegur leikmaður og hún átti svo sannarlega skilið að opna páskaeggið sitt, sem hún er búin að geyma í rétt rúman mánuð

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar