LS vill að smábátar verði undanþegnir veiðigjaldi á ýsu
Kaupa Í körfu
Landssamband smábátaeigenda gerir margvíslegar athugasemdir við frumvarp um veiðigjöld, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Meðal annars er bent á að við útreikninga á gjaldstofni hverrar fisktegundar skuli ekki tekið tillit til kostnaðar við leigu á aflaheimildum. Af þeim sökum séu útreikningar fyrir ýsu og þorsk rangir og ekki í takti við kostnað við veiðarnar. Bent er á að krókaaflamarksbátar hafi undanfarin ár leigt til sín ýsu fyrir hundruð milljóna ár hvert. Það er mat LS að vegna gríðarlegs kostnaðar við kvótaleigu eigi smábátar að vera undanþegnir veiðigjaldi í ýsu. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir að mikil hækkun verði á gjöldum milli ára í flestum bolfisktegundum. Fyrir þorsk, ýsu og ufsa verði hækkunin um og yfir 50% á milli ára, en þessar tegundir skipta útgerðir smábáta miklu máli. Hann bendir jafnframt á að veiðigjald á kolmunna, síld og loðnu lækkar, en hækkar um 34% á makríl.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir