Boltabræðurnir Ásmundur og

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Boltabræðurnir Ásmundur og

Kaupa Í körfu

Guðlaugur Arnarsson. Ásmundur Arnarsson. Húsvíkingarnir Ásmundur og Guðlaugur Arnarssynir hösluðu sér ungir völl í þjálfun en hvor í sinni greininni Faðirinn þjálfaði í báðum greinunum Afi þeirra keppti á Ólympíuleikum Bræður að norðan þjálfa hvor sitt karlalið- ið í Reykjavík, hvor í sinni boltaíþróttinni. Hér er um að ræða þá Ásmund og Guðlaug Arnarssyni. Nú er mikilvægt að rétt sé farið með, þ.e.a.s að tvö ess séu í eftirnafninu en ekki eitt. Guðlaugur minnist þess að hafa eitt sinn verið með fjölda „missed calls“ þegar hann var að aðstoða við beina sjónvarpsútsendingu frá handboltaleik. Þá var það faðir þeirra að reyna að ná í gegn þar sem Guðlaugur var skrifaður Arnarson í sjónvarpsútsendingunni. Guðlaugur átti sumsé að láta kippa því í liðinn áður en útsendingin myndi renna sitt skeið á enda þó hann hefði öðrum hnöppum að hneppa. Fundi bræðranna og undirritaðs ber saman í Íþróttahöll Fylkis í Árbænum. Þar er Ásmundur þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta. Guðlaugur sem þjálfar karlalið Fram í handbolta gerir engar athugasemdir við staðsetninguna þar sem hann lék sjálfur handbolta með Fylki um tíma. Svipur er með þeim bræðrum þó þeir séu ef til vill ólíkir ásýndum. Aðallega vegna þess að Guðlaugur er heljarmenni, eða allt að því, enda eru engir meðalmenn fengnir til að standa í hjarta varnarinnar í efstu deild þýska handboltans eins og Guðlaugur gerði um hríð. Þeir segja það vera nokkuð algengt að íþróttaáhugamenn sem vita hverjir þeir eru tengi þá ekki saman sem bræð- ur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar