Steingrímur Óli Einarsson True Westfjords

KRISTINN INGVARSSON

Steingrímur Óli Einarsson True Westfjords

Kaupa Í körfu

Dropi er nýtt og náttúrulegt þorskalýsi sem er komið á neytendamarkað. Lýsið er framleitt af sprotafyrirtækinu True Westfjords sem var stofnað af þeim Birgittu Baldursdóttur, Önnu Sigríði Jörundsdóttur og Sigrúnu Sigurðardóttur árið 2012. Fyrstu vörurnar komu í verslanir fyrir tæpum mánuði síðan og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar, að sögn Steingríms Óla Einarssonar, viðskiptaþróunarstjóra hjá True Westfjords Trading, söluog markaðsaðila Dropa. „Við höfum auglýst lítið. Sem sprotafyrirtæki höfum við úr takmörkuðu fé að moða til að setja í markaðsmál og eins takmarkaða getu til að hleypa af stokkunum stórum auglýsingaherferðum. Þannig að samfélagsmiðlarnir hafa verið notaðir til hins ýtrasta. Varan hefur spurst út og þá hefur fólk sem er meðvitað um náttúrulega unnar vörur og hágæða fæðubótaefni látið orðið berast,“ segir hann í samtali við ViðskiptaMoggann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar