Kaupþingsmálið - Egill Ágústsson hjá Ísam mætir í yfirheyrslu
Kaupa Í körfu
Egill Ágústsson, forstjóri Íslenskameríska og fv. viðskiptavinur Kaup- þings í Lúxemborg, var samþykkur viðskiptum félagsins Desulo með hlutabréf í Kaupþingi frá upphafi og var reglulega upplýstur um stöðu mála. Félagið Desulo var í eigu Egils, en í stóra Kaupþings-markaðsmisnotkunarmálinu er deilt um hvort Egill hafi vitað af þeim bréfum sem félagið átti í Kaupþingi frá maí til september 2008. Viðskiptastjóri Egils, Einar Bjarni Sigurðsson, sagði þetta fyrir dómi í gær, en áður hafði Egill sagt að viðskiptin hefðu verið án hans vitundar. Í mjög reglulegum samskiptum Í vitnaleiðslum var vitnað til yfirheyrslna hjá sérstökum saksóknara þar sem Einar sagðist hafa rætt þetta reglulega við Egil. Sagði hann að síð- an málið komst til skoðunar yfirvalda hefði Egill byrjað hægt og bítandi að fá „alzheimer light“ og hann hefði verið í algjörri afneitun um hvernig málum var háttað á þessum tíma. Staðfesti hann þessa frásögn sína fyrir dómi. Sagði Einar að þeir Egill hefðu verið í mjög reglulegum samskiptum og hann hefði oft á tíðum fussað og sveiað yfir þessum við- skiptum en aldrei tekið af skarið og hætt við þau eða sagst vilja fara út. Sagði Einar að Magnús Guð- mundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, hefði stýrt ferðinni í þessum viðskiptum og komið með upphaflegu hugmyndina um þau. Hann hefði þó einnig verið í sambandi við yfirmenn á Íslandi og nefndi sérstaklega að hann hefði heyrt nafn Hreiðars Más í því samhengi. Í upphaflegu boði Magnúsar var að sögn Einars rætt um að Egill myndi kaupa 1% í bankanum. Sagði hann að rætt hefði verið um að kaupa meira en engar upphæðir verið settar fram í því. Sagði Einar að Egill hefði sagt sér að „þeir stjórna þessu“ og átti þá við Magnús og Hreiðar. Spurður af saksóknara sagði Einar að í öllum tilfellum hefði verið gert ráð fyrir fullri fjármögnun bankans til hlutabréfakaupanna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir