Tollhúsið Listahátíð í Reykjavík 2015

Eva Björk Ægisdóttir

Tollhúsið Listahátíð í Reykjavík 2015

Kaupa Í körfu

„Ég er mjög ánægð með þetta verk,“ segir Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, um nýtt verk sem Guerrilla Girls unnu að beiðni hátíðarinnar og afhjúpað var í gær, en verkið er staðsett á austurhlið Tollhússins. „Verkið samanstendur af spurningum á ensku og er sett upp eins og krossapróf,“ segir Hanna og minnir á að Guerrilla Girls kalli sig „samvisku listheimsins“ og beiti slá- andi tölfræði og beittum húmor til að afhjúpa kerfisbundna mismunun og spillingu í jafnt listum og pólitík. „Við vinnslu verksins leituðum við að tölfræðiupplýsingum sem þær þurftu á að halda,“ segir Hanna og vísar þar til tölfræðiupplýsinga um hlutdeild kynja í hinum ýmsu listgreinum hérlendis. „Við sendum þeim m.a. upplýsingar um kynjahlutföll í safneignum safnanna, hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Alþingi og í kvikmyndageiranum. Við reyndum að gefa þeim víða sýn af því hvernig íslenskt samfélag hefði staðið sig í jafnréttismálum á sviði lista á síðustu árum og áratugum. Það sem stóð upp úr fyrir þær er kvikmyndaheimurinn, þ.e. hlutfall fjárframlaga úr Kvikmyndasjóði og frá Kvikmyndamiðstöð til annars vegar kvikmynda sem eru gerðar af karlmönnum og hins vegar konum,“ segir Hanna og tekur fram að þessar tölur hafi ekki verið aðgengilegar hjá Kvikmyndamiðstöð heldur hafi þær fengist úr lokaverkefni sem unnið var við Háskóla Íslands og nær til áranna 2000-2012. „Það skiptir miklu máli að fólk átti sig á því að verkið felur ekki í sér árás á karlkyns kvikmyndagerð- armenn. Þetta verk afhjúpar þá staðreynd að við höfum ekki staðið við loforðið sem við gáfum okkur fyrir 100 árum um að lifa í réttlátu þjóðfélagi þar sem allir hefðu jafnan rétt. Við höfum staðið alveg sérstaklega illa við þetta loforð í kvikmyndagerð. Þetta verk felur í sér hvatningu um að gera betur,“ segir Hanna og tekur fram að hún líti óhikað í eigin barm líka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar