Árni Guðmundsson hjá Gildi lífeyrissjóð

Golli@mbl.is

Árni Guðmundsson hjá Gildi lífeyrissjóð

Kaupa Í körfu

SVIPMYND Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis Mikilvægir hagsmunir eru í húfi í daglegu starfi lífeyrissjóðs og rekstrarumhverfið krefjandi. Árni Guð- mundsson þekkir þetta betur en flestir en hann hefur setið í framkvæmdastjórastólnum í liðlega 33 ár, fyrst hjá Lífeyrissjóði sjómanna og í framhaldinu hjá Gildi. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Það eru margar stórar áskoranir sem við hjá Gildi tökumst á við þessi misserin. Það er áskorun fólgin í því að finna álitlega fjárfestingarkosti í umhverfi fjármagnshafta þar sem nýfjárfestingar erlendis eru ekki leyfðar og ekki liggur fyrir hvenær það verður. Þá er það mikil áskorun að takast á við þá óæskilegu þróun sem mikil fjölgun örorkulífeyrisþega er og hvernig best verður staðið að því að aðstoða þá sem slasast og veikjast við að komast aftur í vinnu í stað þess að lenda á örorku. Í þessu efni eru miklar vonir bundnar við samstarf við VIRK starfsendurhæfingarsjóð sem við vinnum náið með. Þá má einnig nefna það stóra verkefni hvernig bregðast skuli við þeirri staðreynd að lífslíkur Íslendinga eru stöðugt að aukast og þar með skuldbindingar lífeyrissjóðanna. Hver var síðasti fyrirlesturinn sem þú sóttir? Síðasti fyrirlesturinn sem ég sótti var á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem kynntar voru nýjar reglur sem Fjármálaeftirlitið hefur sett um ársreikninga lífeyrissjóða. Þetta var góður og gagnlegur fyrirlestur þar sem breytingar frá fyrri reglum voru settar fram með mjög skýrum hætti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar