Haukar - Íslandsmeistarar
Kaupa Í körfu
Haukar hafa átt sigursælasta karlaliðið í handboltanum síðan árið 2000, níu sinnum fagnað Íslands- og deildarmeistaratitlinum á tímabilinu og bikarmeistaratitlinum fimm sinnum. Enginn hefur fagnað meira en Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildarinnar, en hann hefur verið meira og minna í stjórn deildarinnar síðan 1973 og lengst af formaður eða frá 1981. „Þetta er alltaf jafngaman,“ segir Þorgeir um titlana. Bætir við að hann hafi verið sérlega sætur að þessu sinni vegna þess að uppistaðan sé ungir strákar sem hafi að miklu leyti alist upp hjá félaginu. „Þeir hafa spilað mikið og uppskeran er góð.“ Formaðurinn segir að liður í uppbyggingunni sé að búa til góða leikmenn sem fari síðan gjarnan í atvinnumennsku erlendis. „Við höfum verið svo gæfusamir að leikmenn sem hafa farið frá okkur hafa komið aftur til baka og þannig hefur okkur gengið vel að halda okkar fólki hjá okkur.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir