Hrafnista - Öskudagsskemmtun

KRISTINN INGVARSSON

Hrafnista - Öskudagsskemmtun

Kaupa Í körfu

Sveitarfélög og forsvarsmenn í öldrunarþjónustu bíða eftir framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Þörfin er brýn því hjúkrunarrýmum hefur lítið fjölgað á síð- ustu árum og framkvæmdir að hluta verið tengdar breytingum á eldri hjúkrunarheimilum. Á ársfundi Landspítalans í síðasta mánuði gaf Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra til kynna að uppbygging væri á næsta leiti. Ráðherra sagði að þjónusta við aldraða, sem þyrftu umönnun og hjúkrun, væri mikilvægur hluti af gangverki heilbrigðiskerfisins og þar væri mikið verk að vinna. Í grófum dráttum mætti gera ráð fyrir að á næstu 5-6 árum þyrfti að bæta við um 500 nýjum hjúkrunarrýmum, þorra þeirra á höfuðborgarsvæðinu. „Stofnkostnaður 500 nýrra hjúkrunarrýma er um 12-15 milljarðar króna. Miðað við hefðbundna kostnaðarskiptingu bera sveitarfélögin 15% en ríkissjóður og Framkvæmdasjóður aldraðra 85%. Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna. Þetta er hlutur sem við verðum að takast á við. Ég hef því látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmda- áætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem ég vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár,“ sagði Kristján Þór.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar