Klara Stephensen , Rax ofl. - Listahátíð 2015

Klara Stephensen , Rax ofl. - Listahátíð 2015

Kaupa Í körfu

Klara Stephensen, Ragnar Axelsson, ofl. Á annarri hæð í Þingholtsstræti 27 verður í dag klukkan 15 opnuð sýningin Í tíma og ótíma, með verkum fimm listamanna sem tengjast hver öðrum óljósum böndum. Það eru þau Svava Björnsdóttir, Ívar Valgarðsson, Ragnar Axelsson (Rax), Kristin Hrafnsson og Þór Vigfússon. Þau koma saman á heimili sameiginlegrar vinkonu og leitast á sýningunni við að afhjúpa möguleg merkingartengsl verka sinna, og um leið samband áhorfandans við listaverkin innan veggja heimilisins. Vinkona listamannanna er Klara Stephensen sem jafnframt býr í íbúðinni og er sýningarstjórinn. „Jú, þetta er mikið rask en afskaplega gaman,“ segir Klara þegar hún er spurð að því hvernig sé að fá þennan hóp listamanna inn í íbúðina, að setja upp verk sín. „Ég hef unnið með öllum þessum listamönnum gegnum árin og met þau mikils. Þau fengu frjálsar hendur, vinna öll hér saman á skapandi hátt, og hafa alltaf komist að samkomulagi. Ég fékk fyrirfram lítið að vita hvað þau hygðust gera hér en treysti þeim fullkomlega, og útkoman er mjög ánægjuleg.“ Klara segir að Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, hafi boðið henni að taka þátt í hátíðinni með þessum hætti eftir að hafa séð í haust sem leið sýningu á verkum Kees Visser í íbúðinni. „Ég sagði já takk og sá strax fyrir mér að þessi hópur hefði frjálsar hendur við að vinna hér inn verk, sem þau hafa gert,“segir Klara. Og listamennirnir vinna í ýmsa miðla. „Já, hér er járn, steinn, gifs, gler og pappír í verkum, skúlptúrar og veggverk. Sum verkin eru splunkuný og afar forvitnileg. Það er svo algengt að fólk og fyrirtæki fái listamennina ekki í lið með sér, á réttum tíma og á réttum stað, og vinna með þeim. Iðulega eru keypt listaverk þegar allt annað í húsnæðinu er tilbúið. Mér finnst áríðandi að það breytist, samstarfið er svo mikilvægt. Ég myndi ekki þrífast á mínu heimili án þess að hafa verk sem mér finnast falleg og áhugaverð og hafa einhverja sögu.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar