Bruni á Breiðabólsstað
Kaupa Í körfu
Íbúðarhúsið að Breiðabólsstað í Vesturhópi brann til kaldra kola í gær. Pétur R. Arnarson, slökkviliðsstjóri á Hvammstanga, segir að fyrst hafi orðið vart við eldinn um hádegisbil. Þegar lið Brunavarna Húnaþings vestra kom á staðinn var mestur eldur á efri hæð hússins, en þar sem norðanhvassviðri var varð húsið fljótt alelda. Slökkvilið Blönduóss kom einnig á staðinn og voru þá um 20-25 slökkviliðsmenn á svæðinu. Aðstoð barst einnig frá bændum í nágrenninu. Ekki urðu slys á fólki en ábúandinn, Kristján Sigurðsson, missti allt sitt innbú. Húsið var komið nokkuð til ára sinna, kjallari, hæð og ris, en í þokkalegu ástandi. Slökkviliðið á Hvammstanga varð að fara aftur að Breiðabólsstað síðar um kvöldið þar sem aftur fór að rjúka upp í brunarústunum og vissara þótti að dæla vatni á mögulegar glæður. Breiðabólsstaður er forn og kunnur kirkjustaður og er ekki langt milli kirkju og bæjar. Ekki stafaði þó hætta af að eldur bærist að kirkju.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir