Bruni á Breiðabólsstað

Karl Sigurgeirsson

Bruni á Breiðabólsstað

Kaupa Í körfu

Íbúðarhúsið að Breiðabólsstað í Vesturhópi brann til kaldra kola í gær. Pétur R. Arnarson, slökkviliðsstjóri á Hvammstanga, segir að fyrst hafi orðið vart við eldinn um hádegisbil. Þegar lið Brunavarna Húnaþings vestra kom á staðinn var mestur eldur á efri hæð hússins, en þar sem norðanhvassviðri var varð húsið fljótt alelda. Slökkvilið Blönduóss kom einnig á staðinn og voru þá um 20-25 slökkviliðsmenn á svæðinu. Aðstoð barst einnig frá bændum í nágrenninu. Ekki urðu slys á fólki en ábúandinn, Kristján Sigurðsson, missti allt sitt innbú. Húsið var komið nokkuð til ára sinna, kjallari, hæð og ris, en í þokkalegu ástandi. Slökkviliðið á Hvammstanga varð að fara aftur að Breiðabólsstað síðar um kvöldið þar sem aftur fór að rjúka upp í brunarústunum og vissara þótti að dæla vatni á mögulegar glæður. Breiðabólsstaður er forn og kunnur kirkjustaður og er ekki langt milli kirkju og bæjar. Ekki stafaði þó hætta af að eldur bærist að kirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar