Pétur Hrafn Arnason
Kaupa Í körfu
Íslandssaga frá abbadís til Örlygsstaðabardaga eða Íslandssaga A-Ö eftir sagnfræðingana Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason er komin út og segir Pétur undirbúninginn eiga sér hálfrar aldar sögu. „Undirbúningurinn að gerð þessa rits hófst fyrir hálfri öld, þ.e. árið 1965 þegar hin sáluga Bókaútgáfa Menningarsjóðs byrjaði að leggja drög að samningu íslenkrar alfræðibókar,“ segir hann. „Þá voru sagnfræðingarnir Björn Þorsteinsson og Einar Laxness fengnir til að taka saman Íslandssöguhluta þessa alfræðirits en það verkefni dagaði hins vegar uppi vegna fjársveltis.“ Níu árum síðar var ákveðið að ráð- ast í útgáfu uppflettirita um afmörkuð efni, t.d. tónlist, bókmenntir og sögu Íslands, sem Einari Laxness var falið að taka saman að sögn Péturs. „Afrakstur þeirrar vinnu leit dagsins ljós 1974 þegar fyrra bindið, Íslandssaga a-k, kom út og þremur árum síðar birtist l-ö. Bókaútgáfa Menningarsjóðs lagði síðan endanlega upp laupana 1992 en þá var einmitt farið að huga að endurútgáfu Íslandssögu a-ö. Það er ekki fyrr en árið 1995 sem hún er svo rækilega endurskoðuð og gefin út á ný í þremur hlutum á vegum Vöku-Helgafells með um 600 uppflettigreinum um fjölbreytt efni tengt sögu Íslands. Svo 20 árum síðar er ráðist á ný í heildarendurskoðun verksins á vegum Forlagsins. Ég, sem sagnfræð- ingur, var fenginn til þess í samstarfi við Einar eftir að hafa unnið að nokkrum bókum um söguleg efni, þ.á m. á vegum Forlagsins. Varð úr að ég sá um grunnvinnuna, þ.e. tillögur um nýjar uppflettigreinar og að uppfæra hinar eldri. Einar fylgdist svo með þessu ferli, las yfir og gerði sínar eigin tillögur.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir