Framkvæmdir á Valssvæðinu að Hlíðarenda
Kaupa Í körfu
„Það er merkilegt að þessar framkvæmdir séu farnar af stað því Valsmenn geta ekki verið í góðri trú með þessar framkvæmdir,“ segir Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýrinni. Hann segir Valsmönnum kunnugt um skipulagsreglur Reykjavíkurflugvallar frá 2009 sem eru í gildi og þar er skýrt kveðið á um að ekki megi byggja á hindrunarfleti flugvallarins. „Í öðru lagi er áhættumatsferlinu ekki lokið og einn af þeim sem var hent út úr nefndinni hefur sent alvarlega ábendingu um málsmeðferðina til innanríkisráðuneytisins og í þriðja lagi hefur Rögnunefndin ekki lokið störfum. Það voru skýr fyrirmæli frá innanríkisráðuneytinu til ISAVIA að ekkert yrði gert sem myndi hrófla við neyðarbrautinni fyrr en nefndin hefur lokið störfum og ákvarðanir teknar í framhaldi af tillögum nefndarinnar,“ segir hann. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna, segir framkvæmdir á áætlun og er verið að leggja framkvæmdaveg sem er aðkoma að öllum byggingarlóðum á Hlíðarenda og skiptir í sundur íþróttasvæði Vals og uppbyggingarsvæðinu. Áætluð verklok á framkvæmdaveginum eru 15. nóvember næstkomandi og hefst vinna við lóðir á svæðinu hugsanlega í sumar, segir hann en byrjað verður á svæðinu sem hefur ekkert með flugvöllinn að gera, segir Brynjar og á við svæðið sem er næst Hlíðarenda.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir