Eldsprækir ökumenn í Rallycross
Kaupa Í körfu
F yrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í Rallycross fór fram á aksturs- íþróttasvæði AÍH í Kapelluhrauni um helgina. Mátti glöggt greina að ökumenn höfðu beðið sumarsins með óþreyju og óku á fullu afli og sýndu margir hverjir góða takta. Í Unglingaflokki bar sigur úr býtum hinn 16 ára gamli Arnar Hörður Bjarnason á Toyota Starlet og verður án efa gaman að fylgjast með þessum unga akstursíþróttamanni sem virðist hinn efnilegasti. Í Opnum flokki varð Steinar Nói Kjartansson á Dodge Stealth í fyrsta sæti, í öðru sæti hafnaði Viðar Finnsson á Adrenalin Buggy en Gunnar Bjarnason á Adrenalin 5 kláraði ekki keppni. Í 2000 flokki vann Ragnar Bjarni Gröndal á Toyota Corolla, Skúli Pétursson varð í öðru sæti á Honda Civic, Vikar Sigurjónsson á Honda Civic í því þriðja, Jón Viðar Gestsson á Peugeot 306 í fjórða og Kristján Daði Valgeirsson á Honda Civic í því fimmta. Eiríkur Kristinn Kristjánsson á Renault Clio kláraði ekki. Í flokknum 2WD Króna sigraði Magnús Smári Ragnarsson á VW Vento og Ragnar Magnússon á Honda Civic varð í öðru sæti. Í Standard flokki vann Gunnar Karl Jó- hannesson á Honda Civik og hafnaði Ásta Valdís Andrésdóttir í öðru sæti á Honda Civic. Í flokki 4WD Króna bar Alexander Már Steinarsson sigur úr býtum á Subaru Impreza, Hilmar B. Þráinsson varð í öðru sæti á Saab 9-2 X og Ívar Örn Smárason á Subaru Impreza í því þriðja. Páll Jónsson á Subaru Impreza hafnaði í fjórða sæti, Einar Hermannsson á sínum Subaru Kubbi varð í fimmta, Hanna Rún Ragnarsdóttir á Subaru Legacy varð í sjötta sæti og Skarphéðinn Aron Kjartansson á Subaru Impreza náði ekki að ljúka keppni. Næsta umferð í Íslandsmeistaramótinu í Rallycross fer fram á svæði AÍH í Kapelluhrauni þann 14. júní. malin@mbl.is
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir