Bridge-hátíð í Hólminum
Kaupa Í körfu
Brids var mikið spilað í Stykkishólmi um helgina en árlegt kjördæmamót í brids fór þar fram og mættu um 150 keppendur til leiks. Frá hverju gömlu kjördæmanna, sem voru átta, komu fjögur lið með 16 bridgespilara. Þessi mót hafa verið haldin í 22 skipti frá árinu 1994. Færeyingar hafa tekið þátt síðustu ár, en voru nú uppteknir við að skipuleggja Norðurlandamót um hvítasunnuna. Að sögn Jafets Ólafssonar, forseta Bridgesambands Íslands, er mikil gróska í bridsstarfinu á Íslandi og eru starfandi 28 bridgefélög. Talið er að um 20.000 manns spili brids á Íslandi og um 600 manns taka þátt í mótum reglulega. Brids er vinsælt meðal eldri borgara og góð íþrótt til að halda heilanum við, því að spilið krefst skarprar hugsunar. Jafet segir að næsta stóra verkefni bridsmanna sé að taka þátt í Norðurlandamótinu um hvítasunnuna og þar eiga þeir titil að verja sem vonandi tekst. Jafet er mjög ánægður með kjördæmamótin. Þar hittast allir helstu bridsspilarar landsins og eiga saman ánægjulega samverustund og spjalla um sitt áhugamál.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir