Toyota dagur - Kauptúni

Toyota dagur - Kauptúni

Kaupa Í körfu

Góð stemning var hjá viðurkenndum sölu- og þjónustuað- ilum Toyota á laugardag þegar tekið var á móti meira en 2.000 Toyota-eigendum á árlegum þjónustudegi. „Þetta var í 11. sinn sem Toyota-eigendum var boðið að koma með bílinn í þvott fyrir sumarið,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. „Allir fengu grill og gos auk þess sem sumarglaðningur fylgdi fyrir börn og fullorðna.“ Að sögn Páls var þjónustudagurinn haldinn hjá Toyota í Kauptúni, í Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi, hjá Bifreiðaverkstæði KS á Sauðárkróki, Bílageiranum í Reykjanesbæ, Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur á Bæjarflöt, Bifreiðaverkstæði Austurlands á Egilsstöðum og hjá Nethamri í Vestmannaeyjum. „Starfsfólk Toyota þakkar góðar viðtökur og hlakkar til að sjá Toyota-eigendur á þjónustudeginum 2016,“ bætir hann við að endingu. jonagnar@mbl.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar