Strandveiði
Kaupa Í körfu
Í dag er síðasti dagur strandveiða í maímánuði á vestursvæði. Það er mat Fiskistofu að viðmiðunarafla strandveiða á svæðinu verði náð að loknum róðrum í dag, þriðjudag. Um helgina var búið að landa 552 tonnum af þeim 715 tonnum sem leyfilegt er að veiða á svæðinu í mánuðinum. Sjómenn á vestursvæði eða A-svæði sem nær frá Arnarstapa til Súðavíkur fá því að róa níu daga í mánuðinum. Norðanáttir og verkföll hafa haft áhrif á sjósókn strandveiðiflotans í mánuðinum, en alls höfðu 379 bátar landað strandveiðiafla í gær. Þeir eru langflestir á vestursvæði eða 183, sem er rétt tæplega helmingur. 71 er á B-svæði frá Norðurfirði til Grenivíkur, 51 á C-svæði frá Húsavík til Djúpavogs og 74 á Dsvæði frá Hornafirði til Borgarness. Langt er í land að leyfilegum afla mánaðarins sé náð á hinum svæð- unum. Í heild var í gær búið að veiða 869 tonn af þeim 1.506 tonnum sem leyfilegt er að veiða í maí. Langmest veiðist af þorski á strandveiðunum og hefur verðið fyrir kíló af slægðum þorski yfirleitt verið 320-330 krónur að með- altali á fiskmörkuðum undanfarið. aij@mbl.is
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir