Eistlandsheimsókn Davíðs Oddssonar

Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Eistlandsheimsókn Davíðs Oddssonar

Kaupa Í körfu

Hressing á Eystrasaltseyju OPINBER heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Ástríðar Thorarensen eiginkonu hans til Eistlands hélt áfram í gær og fóru þau þá í fylgd Mart Laar forsætisráðherra Eistlands til eyjarinnar Hiiumaa á Eystrasalti. Þar búa um 10 þúsund manns og við Hiiumaa eru nokkrar smáeyjar með fjölbreyttum gróðri og dýralífi. Forsætisráðherrarnir og fylgdarlið þeirra sigldu frá Hiiumaa út í eina af þessum eyjum og nutu veitinga undir berum himni og á myndinni eru Ástríður, Davíð, Mart Laar og Marek Harjak, einn af framkvæmdastjórum Hiiu Kalur, að bragða reyktan ál og annað hnossgæti sem borið var fram. Heimsókninni til Eistlands lýkur í dag. (Davíð Oddsson í opinberri heimsókn í Eistlandi) ( Picnik á eyju við Eistland )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar