Geimfarar á Íslandi
Kaupa Í körfu
Tveir geimfarar sem tóku þátt í Appolo-áætlun Bandaríkjamanna um 1970, þeir Walter Cunningham, sem var árið 1968 flugmaður á Appolo 7, og Rusty Schweickart, sem tók þátt í leiðangri Appolo 9 árið eftir, eru í heimsókn á Íslandi þessa dagana. Þeir voru í hópi þeirra geimfaraefna sem komu til Íslands og fóru í Öskju í Dyngjufjöll 1965 og 1967 til að kynna sér jarðfræði landsins með tunglferð í huga. Í þessum hópi var einnig fyrsti tunglfarinn Neil Armstong, sem lést fyrir tveimur árum. Nú eru hins vegar synir hans tveir Mark og Rick komnir með fjölskyldum sínum til landsins og voru þeir svo og Cunningham og Schweickart og þeirra fólk í flugsafninu á Akureyri í gær. Leið geimfólksins lá í gær frá Akureyri til Húsavíkur. Þaðan verður síðar í vikunni farið á fornar slóðir í Dyngjufjöllum. Á þessari mynd er Mark Armstrong annar frá vinsti og bróðir hans Eric fimmti í röðinni. Geimfarinn Walter Cunningham, stendur beint framan við dyr flugvélarinnar á myndinni og hægra megin við hann er Rusty Schweickart.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir