Volvo
Kaupa Í körfu
Jón Agnar Ólason reynsluekur Volvo V60 D4 R-Design. Volvo á um þessar mundir ákveðið móment, eins og gjarna er haft á orði um þann sem gengur allt í vil. Sú var tíðin að Volvo var bíll sem skóp sína sérstöðu á markaði með framúrskarandi öryggisþáttum. Annað var einhvern veginn bara bónus og kaupendur gerðu takmarkaðar kröfur umfram það. Sjónarmið þeirra var að tryggja sér sem mest öryggi í umferðinni; ferköntuð hönnun og svolítill traktorabragur í akstri var bara eitthvað sem maður sætti sig við – þannig lagað. En í kringum síð- ustu aldamót ákvað einhver gæfumaðurinn inni á gafli hjá Volvo að öryggi, flott útlit og skemmtilegir aksturseiginleikar þyrftu ekki að vera gagnkvæmt útilokandi eiginleikar og síðan hefur hinn sænski framleiðandi ekki litið um öxl. Á meðan svali sveitunginn, SAAB, sem þótti lengst af fetinu framar hvað útlitið varðar, er á hraðri leið í glatkistuna er völlurinn á Volvo slíkur að það eina sem manni kemur í hug að segja er: „Hvað gerir Volvo eiginlega næst?“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir