Golf - Einvígið á nesinu - Seltjarnanes

Golf - Einvígið á nesinu - Seltjarnanes

Kaupa Í körfu

Kylfingurinn Aron Snær Júlíusson stóð einn eftir og vann góðgerðarmótið Einvígið á Nesinu. Aron Snær Júlíusson úr GKG stóð einn eftir að loknum holunum níu í góðgerðargolfmótinu Einvíginu á Nesinu sem Nesklúbburinn og DHL stóðu fyrir 19. árið í röð í gærdag. Að vanda var tíu bestu kylfingum landsins boðin þátttaka á mótinu þar sem einn kylfingur fellur úr leik á hverri holu þar til aðeins einn stendur eftir. Á 9. teig stóðu aðeins Aron Snær og sexfaldur Íslandsmeistari, Birgir Leifur Hafþórsson, eftir og hafði Aron betur eftir æsispennandi keppni. Þeir skildu jafnir á 9. holunni þar sem Birgir náði ótrúlegu pari eftir að hafa slegið út fyrir vallarmörk í upphafshöggi sínu. Síðara upphafshöggið fór hins vegar mjög nærri holunni og tryggði Birgir sér með því parið og þar með bráðabana. Þar vann Aron með því að slá bolta sinn nær 9. holu af 130 metra færi. Aron Snær er með efnilegri kylfingum landsins og hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á Íslandsmótinu á Akranesi um síðustu helgi en að því loknu hélt hann til Austurríkis, þar sem hann tók þátt á sterku áhugamannamóti og lenti í 15. sæti. Keppendur: Aron Snær Júlíusson, Birgir Leifur Hafþórsson, Björgvin Sigurbergsson, Helga Kristín Einarsdóttir, Hlynur Geir Hjartarson, Ólafur Björn Loftsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, Signý Arnórsdóttir, Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson. Fulltrúi DHL á Íslandi afhenti BUGL (barna- og unglingageðdeild Landspítalans) ávísun upp á eina milljón króna að mótinu loknu. peturhreins@mbl.i

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar